Deep south, eastern gothic and more...Ég finn að ég er að vinna mig uppí dæmigerðan male-autistic áhuga á Lynyrd Skynyrd. Poor man’s Led Zeppelin var sagt þegar þeir voru teknir inn í Rock and roll hall of fame í fyrra en mér gæti ekki staðið meira á sama. Hipsterarnir sem skrifa mússíkpressuna munu aldrei fíla einhverja landsbyggðarvarga sem spila lög sem heita Whiskey rock-a roller. Þeir vilja frekar Sonic youth eða Talking heads þessir hundarúnkarar sem aldrei hafa migið í saltan sjó, hafa aldrei verið fullir í meira en fimm daga og hafa aldrei vaknað með kúk í buxunum o.s.frv.
...
Byrjum á smá sagnfræði og skilgreiningum:
Suðurríkjarokkið var upp á sitt besta í kringum 1975 þegar bönd eins og Skynyrd, Outlaws, Marshall Tucker band og 38 Special voru að gefa út plöturnar sem gerðu þessa tónlist að sérstakri tónlistartegund. Í Suðurríkjarokki er blandað saman kántrí, soul, blús og gospel en hið sérstaka krydd, sem gerir Suðurríkjarokk að Suðurríkjarokki en ekki kántrírokki, er hinn þungi riðmi sem vafalítið kemur frá breskum þungarokksböndum eins og Cream og Led Zeppelin.
En hlutföllin í bestu Suðurríkjaböndunum voru alltaf kántríinu í vil og það er í harmrænum ballöðum sem bandi eins og Skynyrd tekst best upp. Þið kannist við Free bird og vitið því upp á hár um hvað ég er að tala. Og ekki skemmir mythológían fyrir því saga Skynyrd er ein sú flottasta í rokksögunni. Southern gothic eins og það gerist best. Sagan er efni í kvikmynd eða að minnsta kosti efni í annað blogg.
Þið trúið mér ekki?
Sko, af þeim átta meðlimum Skynyrd sem prýða umslag síðustu plötu sveitarinnar, Street survivors, eru allir dauðir nema tveir. Og annar þessara tveggja var nýlega settur í grjótið fyrir perraskap gagnvart börnum. Hvað gerðist í millitíðinni, spyrjið þið. Já, hvað gerðist eiginlega?
...
En líkt og íslenska harmonikkutónlistin staðnaði Suðurríkjarokkið og það varð smátt og smátt einhvers konar upphafning á einhverju ímynduðu Suðurríkjasamfélagi þar sem karlanir eru sterkir, konurnar stinnar og hommarnir á sínum stað í San Francisco. Útvötnuð útgáfa af Skynyrd túrar núna með Dixiefánann hangandi yfir trommusettinu og sungin eru lög sem heita Red, white and blue. Gott ef George Dubya var ekki sérstakur gestur á tónleikum hjá þeim um daginn.
...
Helsta von Suðurríkjarokksins er grúbba sem kallar sig Drive-by truckers frá einhverjum smábæ í Alabama. Þetta eru drengir á aldri við mig, já og reyndar ein stúlka, og þótt tónlistin þeirra sé að mörgu leyti hið dæmigerðasta Suðurríkjarokk er attitjútið ferskt. Þetta er Suðurríkjarokk Simpsonskynslóðarinnar.
...
Þau elska sveitina sína en eru ekki svo þjökuð af minnimáttarkennd að þau þori ekki að gagnrýna og gera grín að henni. Og þá eru þau sérlega lúnkin við að finna ný tilbrigði við úrsérgengin kántrístef eins og hið klassíska um hina óendurgoldnu ást.
Dæmi:
“Marry me, sweet thing won’t you marry me.
Your mama thinks I beat anything she’s ever seen.”
(Þegar ég heyrði Trukkana syngja þetta (þetta er partur úr viðlagi lagsins Marry me) varð mér strax hugsað til stelpunnar sem svaf hjá öllum kunningjum mínum en þegar ég lét á það reyna - vildi fá minn skerf - sagðist hún vilja vera vinur minn. "Ó, þín skelfilega, skelfilega, skelfilega smábæjarfortíð," hugsið þið núna.)
...
Trukkarnir eru meðvitaðir um verkefni sitt. Þeir segjast vera “afbyggja” goðsögnina um sveitina þar sem allir eru svaka happí. Þetta er goðsögn sem íhaldssamir heimamenn hafa búið til og andstæðan er vitaskuld stórborgin með lauslæti, morðum og dópi. Öllu saman stjórnað af frjálslyndum vinstrimönnum og eggjahausum. Fyrir Trukkana er þessi sveitarómantík eingöngu bókmenntaveruleiki. Þeir hafa aldrei haft neitt á móti malbikinu. “Our so-called southern hospitality is a little overrated,” segir aðal-Trukkurinn, Patterson Hood, sem er yfirlýstur Demókrati og andstæðingur almennrar byssueignar. Fyrir vikið hefur hann náttúrulega fengið heilu bílfarmana af hatursbréfum frá sveitungum sínum.
...
Ég þykist skilja Hood. Austurland er t.d. hinn yndislegasti staður með fallegustu náttúru í heimi en þú þarf ekki að leita lengi til að finna austfirskt goth. Sagan af síðustu aftökunni á Eskifirði, sagan af Vaidasi, sagan af síðasta þrælnum á Héraði, sagan af Vottunum sem voru grýttir á Reyðarfirði. Þær eru þarna - inn á milli fallegra fjalla - sögur af útlendingahatri, ömurlegri fátækt og heimilisofbeldi. Þetta er ekkert meiri sannleikur en sannleikurinn um sæluna í sveitinni en flækir engu að síður þá mynd sem við viljum draga upp af okkur. Það getur nefnilega verið mjög erfitt fyrir suma að trúa því að hryllingurinn geti líka átt heimilisfang í póstnúmeri 730. Tala nú ekki um núna, á tímum endurreisnarinnar.
Hvað um það. Tékkið á Trukkunum. Þeir semja texta sem Raymond heitinn Carver hefði slefað yfir og þó þeir séu ofboðslega pómó; snjallir, kaldhæðnir og meðvitaðir þá rokka Trukkarnir feitt.
Knúturinn.