Sögur af örvæntingarfullum austfirskum séntilmanni

Hér er mikið skrifað um popptónlist en ekki halda eitt augnablik að ég viti ekki fullvel að til eru merkilegri hlutir undir sólinni - staða alþjóðamála og allt það.

22 mars, 2006

Í hverju á ég að vera...

Er að fara að kenna í Háskóla Íslands í fyrsta sinn á ævinni á morgun. Á að kenna BA nemum sitthvað um Foucault og í allan dag hef ég verið að endurnýja kynni mín við þennan franska gátumeistara. Það var pain in da ass að lesa hann í denn og alveg jafn mikið pain in da ass að lesa hann í dag.

En í hverju á maður að vera? Á maður að vera í skyrtu (égerungurogalvarlegaþenkjandi-lúkkið) eða í gamla góða Mötorhead-bolnum (égeralvegeinsogþið-lúkkið)?

...

Og svo var Donald Fagen að gefa út plötuna sem hann fæddist til að gera í síðustu viku. Hún er fullkomlega fullkominn og ég get ekki beðið eftir að renna henni í gegn með Jóni Hilmari í sumar. Og drekka kannski eins og eina vískíflösku í leiðinni.

...

Var boðinn vinna í dag. Pólitísk vinna. Ég hafnaði henni. Ég er eftirsóttur.

Kv.

Knúturinn.

15 mars, 2006

Bara svona eitthvað...

Miðvikudagskvöld í Furunni. Var að horfa á hommana á Skjá einum að updeita einhvern lúða. Agalega skemmtilegir þessir hommar. Þyrfti að vera til hommi á hverju heimili. Þeir eru svo hressir, maður minn, það nær bara ekki nokkurri átt hvað þeir eru glaðir þessir hommar!

...

Las frétt um daginn sem fjallaði um málið sem Bubbi höfðaði gegn Hér og nú. Í fréttinni var haft eftir Eiríki Jónssyni að Bubbi væri á Íslandi það sem Brad Pitt er í Hollywood. Það eru aðeins tveir sem trúa þessu: Annars vegar Eiríkur og svo auðvitað Bubbi.

...

Ég hef alltaf lesið selebritífréttirnar í Hér og nú út frá þeirri forsendu að það væri svona hálft í hvoru verið að hæðast að "fræga" liðinu á Íslandi. Nú sé ég að þeim er fúlasta alvara þegar þeir segja Ásgeir Kolbeins vera miður sín vegna þess að hann tapaði fyrir einhverjum í skvassi.

...

BBC: When was the last time you had an actual girlfriend?

David Brent: I don't look at it as when. I look at it as who and why, yeah?

Kv.

Knúturinn.

09 mars, 2006

Heppni

Í gær sá ég nýju Woody Allen myndina, Match point. Ég er enginn sérstakur aðdáandi Allens en myndin ríghélt mér allan tímann. Svo er svona heimspekilegur undirtónn í henni sem gaman er að velta fyrir sér. Sem er einmitt það sem ég ætla að gera núna:

Í myndinni veltir Allen fyrir sér þætti hendingarinnar í örlögum mannanna og niðurstaða hans er sú að þetta basl okkar sé allt meira og minna háð tilviljunum. Það er enginn tilgangur í tilveru okkar og það er okkur fyrir bestu að viðurkenna það sem fyrst. Samviskan er góð og gild út af fyrir sig en þó fyrst og síðast algerlega óþörf. Það skiptir engu hvernig við ákveðum að lifa lífinu. Við deyjum bara og síðan er ekkert. Blankó.

Spurningin er bara hvort við vorum heppin eða óheppin.

Það er kannski ekkert skrýtið að Allen hafi orðið vonleysinu að bráð. Landi hans er að fara með heiminn til fjandans og heldur einhver að hann hljóti makleg málagjöld? Nei, hann mun deyja í svefni, gamall og spikaður. Heima hjá sér í Texas.

Þó veit maður aldrei. Kannski fær hann píanó í hausinn annað kvöld.

Kv.

Knúturinn.

07 mars, 2006

Hoffman

Horfði á Óskarinn í gær mér til mikillar ánægju. Verulega ánægður með að Philip Seymour Hoffman hafi fengið verðlaun fyrir leik sinn í Capote enda var hann stórkostlegur þó ég hafi reyndar aldrei séð Truman Capote í aksjón. Stebbi Ara segir að Hoffman nái honum fullkomlega og ég trúi því.

Annars tók ég fyrst eftir Hoffman í myndinni Happiness um árið sem er ein af mínum eftirlætis myndum og átti að vera á listanum hér neðra. Í myndinni tókst Hoffman að gera símaperra sympatískan sem er leikafrek út af fyrir sig.

...

Og talandi um leikhæfileika. Mér fannst Siv Friðleifs afar sexí í Píkusögunum. Ykkur?

...

En hvað um það. Ég er ánægður með lífið í dag af tveimur ástæðum: Ritgerðin gengur vel og Pearl jam er að koma með nýja plötu.

...

Meira klukk

4 einstaklingar sem mig langar til að heyra segja: "Mmmm...sleiktu mig"

Vilhjálmur Egilsson
Haraldur Ólafsson

og...

Æi, þið fattið þetta.

Kv.

Knúturinn.

02 mars, 2006

Klikk

Það hefur enginn klukkað mig en ég ætla samt að taka þátt í þessu.

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

Blaðburðardrengur
Beitningamaður
Vélamaður í frystihúsi
Gjaldkeri í banka

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Shaun of the dead
The Shining
The Big Lebowski
Withnail and I

4 staðir sem ég hef búið á:

Víðimýri 4, Neskaupstað
Nesbakki 19, Neskaupstað
Espigerði 20, Reykjavík
75 Regent rd, Leicester

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

The Simpsons
Spaced
The Office
Brass eye

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Kópasker
París
Lundur
Memphis

4 heimasíður sem ég skoða daglega:

Ótal bloggsíður vina og kunningja
Amazon.com
Allmusic.com
Svo les ég einhverra hluta vegna agustborgthor.blogspot.com á hverjum degi.

4 máltíðir sem ég held upp á:

Kjöt í karrí
Sviðasulta
Saltfiskur
Lambalæri
(svo finnst mér reyndar pítsur alveg viðbjóðslega góðar)

4 bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

Ég les bækur yfirleitt ekki nema einu sinni. Í augnablikinu man ég bara eftir greinasöfnunum hans Lester Bangs. Les þau reglulega. Og gott ef ég las ekki High fidelity tvisvar á sínum tíma.

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

Norðfirði
Hellisfirði
Viðfirði
Mmmm...Sandvík?

Nennisekki lengur. Trýtilbuxi, Björgvin, Siggi, Orri, Steinunn, Hugi, Einar og þið öll eruð næst ef þið eruð ekki búin.

Kv.

Knúturinn.

eXTReMe Tracker