Sögur af örvæntingarfullum austfirskum séntilmanni

Hér er mikið skrifað um popptónlist en ekki halda eitt augnablik að ég viti ekki fullvel að til eru merkilegri hlutir undir sólinni - staða alþjóðamála og allt það.

30 maí, 2006

Nokkur orð um austfirsku pressuna

Best að blogga aðeins. Tilefnið er þetta:

“Austurglugginn blandaði sér á eftirminnilegan hátt í kosningabaráttuna með blaði sem kom út á föstudeginum fyrir kjördag. Það kom á óvart að ritstjóri blaðsins þótt hann væri yfirlýstur stuðningsmaður Á-listans skyldi nota aðstöðu sína á blaðinu til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og Héraðslistann. Myndbirting og ósönn fyrirsögn blaðsins um meint kaup á sláturhúsi KHB varð til þess að þvættingurinn sem Framsóknarmenn og Á-listamenn höfðu dreift um málið fékk enn frekar fætur...Mér er það ljóst af viðbrögðum margra sjálfstæðismanna m.a. þeirra sem tóku þátt í að endurreisa blaðið að þeim er misboðið og fjöldauppsagnir liggja í loftinu. Mér er annt um blaðið og tel mikilvægt að slíkur miðill sé til staðar. Ég bið menn því að telja upp að tíu. Ef blaðið verður fyrir áföllum á þessum tímapunkti þá fer það á hausinn. Það mun vafalaust þýða endalok blaðaútgáfu hér eystra um langa hríð. Það væri slæmt. Ég mun því gefa Austurglugganum eitt tækifæri í viðbót í von um að ritstjóri og blaðamaður fari á ný að vinna vinnuna sína og sinna fréttaflutningi, en láti öðrum um pólitíkina.”

(Klippt og skorið af undirrituðum. Óköttaður master á blog.central.is/kolskeggur)

Þetta skrifar píslarvotturinn Hrafnkell A. Jónsson á vefinn sinn. Hann er, ef ég man rétt, hluthafi í Austurglugganum, og ef ég man enn betur situr hann líka í stjórn (er hann ekki bara stjórnarformaður?). Þið leiðréttið mig ef þið vitið betur en þangað til er hann einn af eigendum Austurgluggans. Og eins og þið sjáið þykir honum afskaplega vænt um blaðið sitt. Svo vænt þykir honum um það að hann hótar því gjaldþroti ef starfsmennirnir fara ekki að vinna vinnuna sína og sinna fréttaflutningi og “láti öðrum um pólitíkina”. Pólitíkin er sumsé bara fyrir stóru strákana.

...

Þegar ég ritstýrði Austurglugganum gerðist það afar sjaldan að stjórn Austurgluggans skipti sér af efnistökum blaðsins. Þegar það gerðist sagði ég þeim að ef þeir væru svona óánægðir gætu þeir sagt mér upp. Þeir hristu yfirleitt hausinn pirraðir en létu þar við sitja. Létu nægja að tala illa um blaðið útí bæ.

En nú eru tímarnir breyttir. Nú ræður hinn sérstaki kærleikur Hrafnkels A. Jónssonar ríkjum í stjórn Austurgluggans.

...

Ég veit ekki um hvað Hrafnkell er að tala í þessari tilvitnum að ofan og það getur vel verið að myndbirting ritstjórans á einhverju sláturhúsi uppá Héraði hafi verið ósönn og ómakleg og eflaust er þetta allt saman samsæri hjá ritstjórn Austurgluggans gegn Hrafnkeli og öðrum sjálfstæðismönnum á Austurlandi. Það væri þá ekki fyrsta samsærið gegn honum en ég hef heyrt að það byrji að rigna í hvert skipti sem Hrafnkell ætlar að slá garðinn heima hjá sér.

...

Á sínum tíma lá Hrafnkell oft andvaka af áhyggjum yfir gangi mála á Austurglugganum. Á eina fréttablaði Austurlands störfuðu marxistar sem voru ekki einungis með rangar skoðanir (sem blandað var saman við fréttir) heldur voru þeir líka persónulega á móti honum. Þeir voru vondir við hann, þeir útskúfuðu hann, birtu ekki pistlana hans, báru ekki virðingu fyrir honum o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv.

Við marxistarnir hlógum að þessu því auðvitað var þetta allt saman rétt hjá honum. Við vorum leiðinlegir við hann! Er nokkuð bannað að vera leiðinlegur við Hrafnkel A. Jónsson?

...

En hvað um það. Það gleður mig að ritstjórinn Siggi A. fari í taugarnar á Hrafnkeli. Eða öllu heldur gleður það mig að Austurglugginn skuli fara í taugarnar á fólki fyrir eitthvað annað en að vera leiðinlegur. Undanfarið hefur blaðið verið nöturlegur vitnisburður um minnimáttarkennd alltof margra Austfirðinga sem þurfa að heyra jákvæðar fréttir um sig einu sinni í viku af því að allir hinir fjölmiðlarnir eru svo vondir og neikvæðir. “Við höfum víst borðað banana,” emjar liðið og vill fá staðfestingu á því í héraðsfréttablaðinu.

...

Ég vona að ritstjórinn haldi sínu striki. Ritstjórinn Siggi hefur nefnilega skoðanir þó hann haldi stundum sjálfur að honum hafi tekist að ritstýra blaðinu af hávísindalegri hlutlægni. Á síðum Austurgluggans blasir við manni sýn ekta austfirsks íhaldsmanns sem finnst sveitin best og borgin verst. Í nítjándu aldar samfélagi ritstjórans eru karlarnir sterkir, konurnar stinnar og það er ekki pláss fyrir neina helvítis homma.

Knúturinn.

22 maí, 2006

Sumarfrí

Þá styttist í að Knúturinn fari í sumarfrí austur á land og þar með er þetta blogg úr sögunni þangað til í haust. Vonandi fara Austfirðingar að nota tölvur bráðum í staðinn fyrir gömlu góðu símskeytin þó þau séu auðvitað ágæt til síns brúks.

...

Reikna með að fljúga á föstudaginn svo ég geti kosið í Neskaupstað. Hef ekki enn gert upp hug minn hundrað prósent en líklegt finnst mér að vinur minn Björgvin Valur fái atkvæði mitt þó ég hafi ekki kynnt mér stefnuskrá Biðlistans ennþá. Ég veit hins vegar að ef allir væru jafn fallega innréttaðir og Björgvin væri ekki þörf fyrir himnaríki. Við værum þar nú þegar.

Guð blessi ykkur börnin mín.

Knúturinn.

19 maí, 2006

Eurovision

Mikið var ég stoltur af Silvíu Nótt í gær. Að láta baula á sig á lágkúrulegustu tónlistarhátíð heims er verulegt afrek. Ég tek hattinn ofan fyrir henni. Bravó, Silvía!

...

En þreytandi þykir mér að siðprúði meirihlutinn á Íslandi er líka byrjaður að baula á Silvíu þó slíkt baul eigi auðvitað ekki að koma á óvart. Siðprúði meirihlutinn elskar að elska en hann elskar jafnvel meira að hata og nú standa hinir siðprúðu saman í fyrsta sinn síðan DV lagði upp laupana og hatast útí uppskáldaða teiknimyndafígúru sem þeir elskuðu meira en íslenska fánann fyrir fáeinum dögum. “Ó, hún er svo sniðug, þessi Silvía Nótt!” sagði liðið og hló og hló og hló en vissi augljóslega ekki hvers vegna það hló.

...

Kollegi minn á geðdeild orðaði þetta ágætlega á vaktaskiptunum í gær. Hann sagði: “Við undirrituðum samning við Silvíu þegar við kusum hana á sínum tíma en við gleymdum hins vegar að lesa smáaletrið.” Með öðrum orðum: Það var fullkomlega rökrétt að Silvía hegðaði sér með þeim hætti og hún gerði í Aþenu. Svona ER Silvía Nótt! Hún ER óþolandi belja hvort sem hún er hér eða í Aþenu!

Og hún stóð við sitt. Við gerum það aftur á móti ekki.

...

Bjóst hinn siðprúði meirihluti virkilega við því að Silvía myndi breytast í einhvers konar landkynningartrúð í Grikklandi sem myndi veifa íslenska fánanum í tíma og ótíma framan í sjónvarpsmyndavélar? Átti hún að tala við blaðamenn um álfa og tröll, eldfjöll og eskimóa? Eða íslenska lambakjötið kannski?

...

Munurinn á leikkonunni Ágústu (það er bara tímaspursmál hvenær reiði siðprúða meirihlutans beinist að henni) og öðrum íslenskum keppendum í Eurovision er sá að Ágústa er sannur listamaður en hinir ekki (undanskil Pál Óskar að sjálfsögðu). Og eins og sannur listamaður lítur hún ekki á sig ambassador fyrir Ísland. Hún er ekki svo hrokafull.

Smekklaus að venju,

Knúturinn.

13 maí, 2006

Rex

Var á skemmtistaðnum Rex í gær. Þegar ég fór á barinn til að panta seinni mojito kvöldsins hitti ég norðfirska stelpu. Óumbeðin sagðist hún vera í starfsmannapartíi. Ég var um það bil að segja að ég væri ekki heldur á þessum stað undir neinum venjulegum kringumstæðum en sagði síðan bara "akkúrat". Það er staður og stund fyrir tilvistarpælingar og sá staður er ekki Rex, allra síst á föstudagskvöldi.

...

Eins og þið sjáið er verið að breyta þessum vef. Maðurinn sem sér um breytingarnar heitir Kiddi. Hann fékk lykilorðið mitt og svo má hann bara gera það sem honum sýnist (ég vil þessa kvikmynd út!). Gráa lúkkið er flott finnst mér. Sumarlegt.

Knúturinn.

12 maí, 2006

Föstudagsfjörið

Ameríska idolið er orðið helvíti spennandi. Í gær datt litla blökkustelpan út en ég hefði nú frekar viljað sjá Elliot hverfa. Ekki nóg með að hann sér últra væminn og leiðinlegur heldur er hann líka ljótur. Ég hef lengst af haldið með Taylor Hicks en þessir flogaveikisstælar eru orðnir svolítið þreyttir, rokkarinn Chris er of einhæfur þannig að ég ætla að halda framvegis með Katharine McPhee. Eightiesballaðan sem hún tók síðast var heartbreaking.

...

Eftir hálfan mánuð fer ég austur og verð þar í allt sumar. Ætla ekki að búa á Neskaranum heldur á Egilsstöðum hjá Kela brudder.


Verð að þjóta.

Knúturinn.

08 maí, 2006

Manchester-tónleikarnir...

...voru ágætir. Við Geiri mættum þegar Trabant var að ljúka sínu setti en það sem dró okkur á tónleikana voru Echo and the bunnymen.

Echo er orðinn sex manna hljómsveit og flutningur þeirra var bókstaflega löðrandi í prófessjónalisma sem meðal annars gerði útaf við Killing moon - þvílíkt prump! Fagmennska er ágæt sem slík en mússíkin hjá Echo á að vera hrá og ögrandi. Á endurútgáfu Ocean rain, sem kom út í hittiðfyrra, eru gamlar tónleikaupptökur og á þeim heyrist hverskonar fantagrúbba Echo var á sínum tíma. Band með markmið. En samt voru þeir fínir í Höllinni. Bara aðeins of fullorðins.

Elbow voru hins vegar leiðinlegir. Manc-útgáfa af Simple minds á slæmum degi.

Ég þoli ekki dramatík í poppmússík þegar menn virðast ekki hafa neina ástæðu til dramatíkur. Elbow notaði dramatíkina sem nokkurs konar gimmic (eins og Coldplay) og eflaust létu einhverjir freistast og leyfðu sjálfum sér að fá hroll. En ekki ég! Ég var steinkaldur allan tímann.

Badly drawn boy var of drukkinn og gerði fátt af viti en samt var hann tvímælalaust hæfileikaríkasti performerinn þetta kvöld. Lögin hans eru sum hver poppsnilld í Brian Wilson-klassa . Verð því að sjá hann aftur þegar hann kemur úr meðferð.

...

Einhverjir miðaldra pönkarar stóðu fyrir framan okkur og létu illum látum þar til kona eins þeirra skipaði þeim að fara heim (ekki mjög pönkað). Eflaust verið goofed up á einhverju girnilegu módellími. Revell kannski?

Þannig var það nú.

Knúturinn.

04 maí, 2006

The book of Lemmy

Maður ætti kannski að segja eitthvað um andlát DV þar sem ég hélt lengi vel uppi vörnum fyrir blaðið vinum og kunningjum til furðu.

Verð að viðurkenna að ég las blaðið sjaldan eftir að Mikael og Jónas hættu. Það sem ég las var yfirleitt frekar örvæntingarfullt og slísí. Síðasta forsíðufyrirsögnin sagði eiginlega allt: "Tottið fyrir tíu þúsund kall" eða eitthvað svoleiðis. Sjálfsvirðingin endanlega farin, engu líkara en að þeir væru að hæðast að sjálfum sér.

En þegar DV var uppá sitt besta, fyrstu tvö árin eða svo, var þetta skemmtilegasta dagblað sem ég hef lesið.

...

Nýja Pearl jam platan er algert dúndur. Langbesta platan þeirra síðan Vs. kom út 1993.

...

Here we are in confusion
Could be it's all an illusion
Who knows the times to come
The years to face, the race to run
We believe in graven image
We believe in the fight to the finish
We desire the almighty dollar
The pound of flesh, the golden collar
Lick the hand, we give our land to dogs.

Lemmy, Bukowski þungarokksins.

Knúturinn.

03 maí, 2006

Getraun

They say music is the food of love,
Let's see if you’re hungry enough,
Take a bite, take another,
just like a good boy would…
Get a sweet thing on the side,
Home cooking, homicide,
Side order, could be your daughter,
Finger licking good…

Come on baby, eat the rich,
Put the bite on the son of a bitch,
Don't mess up, don't you give me no switch…
C'mon baby and eat the rich,
C'mon baby and eat the rich…

Sittin' down in a restaurant,
Tell the waiter just what you want,
Is that the meat, you wanted to eat?
How would you ever know?
Hash browns an' bacon strips,
I love the way that you lick your lips,
No fooling, I can see you drooling,
Feel the hunger grow…

Come on baby, eat the rich,
Put the bite on the son of a bitch,
Don't mess up, don't you give me no switch…
C'mon baby and eat the rich,
C'mon baby and eat the rich…
C'mon honey, here’s your supper,
C'mon baby, bite that sucka!

I’ll eat you, baby you eat me,
Eat two, baby get one free,
Shetland pony, or extra pepperoni,
Just pick up the phone…
Eat Greek, or eat Chinese,
Eat salad, or scarf up grease,
You're on the shelf, you eat yourself,
Come on, and bite my bone…

Come on baby, eat the rich,
Bite down on the son of a bitch,
Don't mess around, don't you give me no switch…
C'mon baby and eat the rich,
C'mon baby and eat the rich…

Sittin’ here in a hired tuxedo,
You wanna see my bacon torpedo!…Eat it baby!
Eat the Rich!Eat it baby!
Eat the Rich!Eat it baby!
Eat the Rich!Eat it baby!
Eat the Riiiich!

Og spurningin er: Hver orti þessa snilld? Bannað að gúggla.

(Myndarlegur ferðavinningur til framandi lands í Asíu í boði.)

Knúturinn.

eXTReMe Tracker